Mannréttindi og metnaðarleysi, hvað eru mannréttindi?

Í Kjarnanum birtist grein eftir formann og framkvæmdastjóra samtakanna. Mann­rétt­indi eru til­tekin laga­leg rétt­indi sem er við­ur­kennt að eru öllu fólki svo mik­il­væg að þjóðir heims hafa komið sér saman um að öll ríki verði að gera það sem í þeirra valdi stend­ur til að tryggja að allir fái notið þess­ara rétt­inda, alltaf og alls stað­ar. Nils Muižnieks, mann­rétt­inda­full­trúi Evr­ópurásð­ins, var í heim­sókn á Íslandi fyrr í þessum mán­uði til að kynna sér ástand mann­rétt­inda­mála. Að lok­inni heim­sókn­inni ræddi hann við fjöl­miðla og sagð­ist þar furða sig á metn­að­ar­leysi Íslend­inga í mann­rétt­inda­mál­um. Hann sagði m.a.: „Ég tel Ísland vera auð­ugt land miðað við mörg þeirra landa sem ég hef komið til. Hér ríkir lýð­ræði og það á sér langa sögu hér og það kemur mér á óvart að þið hafið ekki sýnt meiri metnað við að axla þessa ábyrgð og stefna að fram­för­u­m.“

Nils Muižnieks, mann­rétt­inda­full­trúi Evr­ópuráðs­ins, var í heim­sókn á Íslandi fyrr í þessum mán­uði til að kynna sér ástand mann­rétt­inda­mála. Að lok­inni heim­sókn­inni ræddi hann við fjöl­miðla og sagð­ist þar furða sig á metn­að­ar­leysi Íslend­inga í mann­rétt­inda­mál­um. Hann sagði m.a.:

„Ég tel Ísland vera auð­ugt land miðað við mörg þeirra landa sem ég hef komið til. Hér ríkir lýð­ræði og það á sér langa sögu hér og það kemur mér á óvart að þið hafið ekki sýnt meiri metnað við að axla þessa ábyrgð og stefna að fram­för­u­m.“

Mann­rétt­inda­full­trú­inn benti sér­stak­lega á að Íslend­ingar hefðu ekki enn þá skuld­bundið sig til að fram­fylgja samn­ingi Sam­ein­uðu þjóð­anna um rétt­indi fatl­aðs fólks frá árinu 2007 með því að full­gilda samn­ing­inn en lang­flest í ríki í heim­inum hafa gert það, þ.m.t. öll Norð­ur­landa­ríkin nema Ísland.

Þetta er að sjálf­sögðu mik­ill áfell­is­dómur yfir íslenskum stjórn­völdum frá aðila sem þau hljóta og verða að taka mark á.

Greinina má lesa hér