Lionsklúbburinn Þór styður við Daðahús.

Daðahús á Flúðum er orlofshús ætlað fötluðu fólki sem margt getur ekki nýtt sér hefðbundin orlofshús vegna aðgengismála eða annarra aðstæðna. Húsið var í fyrstu rekið af orlofshúsasjóði Kópavogshælis en heyrir nú undir Þroskahjálp. Stefnan er að kostnaður við dvöl þar sé á sambærilegu verði og í orlofshúsum stéttarfélaga. Daðahús er mikið notað, ánægja er með húsið og mjög margir eiga góðar minningar frá dvöl sinni þar. Rekstri hússins hefur verið þröngur stakkur skorinn og því hefur ekki verið auðvelt að sinna viðhaldi hússins eins og áhugi og vilji er til.

Lionsklúbburinn Þór styður við Daðahús.

Daðahús á Flúðum er orlofshús ætlað fötluðu fólki sem margt getur ekki nýtt sér hefðbundin orlofshús vegna aðgengismála eða annarra aðstæðna. Húsið var í fyrstu rekið af orlofshúsasjóði Kópavogshælis en heyrir nú undir Þroskahjálp. Stefnan er að kostnaður við dvöl þar sé á sambærilegu verði og í orlofshúsum stéttarfélaga. Daðahús er mikið notað, ánægja er með húsið og mjög margir eiga góðar minningar frá dvöl sinni þar. Rekstri hússins hefur verið þröngur stakkur skorinn og því hefur ekki verið auðvelt að sinna viðhaldi hússins eins og áhugi og vilji er til.

Það er því sérstaklega ánægjulegt og ómetanlegur stuðningur af því að Lionsklúbburinn Þór hefur tekið Daðhús í fóstur, ef svo má segja. Klúbburinn hefur unnið að ýmsum endurbótum þar og gefið vinnu, efni og hluti til þess. Klúbburinn hefur hug á að halda áfram að bæta það sem betur má fara svo dvölin verði þeim sem nýta húsið enn ánægjulegri en nú er.

Lionsklúbburinn Þór hélt fyrir skemmstu svonefnt „Þórsblót“ og fer allur ágóðinn af blótinu í að laga Daðahús og bæta aðstöðuna þar. Meðfylgjandi mynd er frá blótinu og sýnir  Óskar Finnboga Sverrisson , form Þórs og Jón Pálmason umdæmisstjóra í umdæmi nr. 109A afhenda gjöf í tilefni 60 ára afmælis Þórs.

Þess má geta að Lionsklúbburinn Þór er 60 ára á þessu ári og óska samtökin félögum í klúbbnum hjartanlega til hamingju með það

Landsamtökin Þrokahjálp vlja þakka félögum í Lionsklúbbnum Þór kærlega fyrir hlýhug og þeirra og þann miklivæga og rausnarlega stuðning sem þeir veita.