Hvernig þak yfir höfuðið?

Landssamtökin Þroskahjálp standa að ráðstefnu með þessar yfirskrift þriðjudaginn 14. apríl nk. að Grand hótel Reykjavík. Raðstefnunni er ætlað að benda á fjölbreyttar leiðir við uppbyggingu og rekstur húsnæðis ætluðu fötluðu fólki.

Hvernig þak yfir höfuðið ?

Landssamtökin Þroskahjálp standa að ráðstefnu með þessari yfirskrift  þriðjudaginn 14. apríl nk. að Grand hótel Reykjavík.

Raðstefnunni er ætlað að benda á fjölbreyttar leiðir við uppbyggingu og rekstur húsnæðis ætluðu fötluðu fólki.

Á ráðstefnunni verður m.a. skoðuð ákvæði í lögum og reglugerðum hvað þetta varðar. Fatlað fólk og foreldrar fatlaðra barna segja frá sínum óskum og áætlunum. Skoðað verður hvort íbúa- og foreldrarekin þjónusta getur átt framtíð fyrir sér hér á landi og  litið verður til reynslu Svía í þeim efnum. Fatlað fólk segir frá húsnæðisaðstæðum sínum auk þess sem leitað verður svara hjá opinberum yfirvöldum um hvort gert sé ráð fyrir fötluðu fólki í áætlunum þeirra á lána- og  leigumarkaði.

Vinsamlegast takið daginn frá.

Nánari dagskrá síðar .