Halli sigurvegari lífssaga fatlaðs manns

Nú er hægt að sjá myndina Halli sigurvegari á heimasíðu samtakanna.

Landssamtökin Þroskahjálp létu gera heimildarmyndina Halli sigurvegari, -  lífssaga fatlaðs manns. Þar segir frá lífshlaupi mjög áhugaverðs manns, Haraldar Ólafssonar (Halla), sem var vistaður sem barn á Kópavogshæli og dvaldist þar fram á fullorðinsár.

Myndin lýsir á áhrifamikinn hátt fordómum og órétti, hugrekki, þrautseigju og vináttu. Haraldur hefur m.a. vakið athygli fyrir viðtöl sem hafa birst í fjölmiðlum þar sem hann lýsir lífi sínu og annarra barna á Kópavogshæli.

 Páll Kristinn Pálsson gerði myndina.

 Nú er hægt að sjá myndina á heimasíðu samtakanna.