Halli sigurvegari lífssaga fatlaðs manns

Í tilefni af 40 ára afmæli samtakanna létu þau gera heimildarmyndina "Halli sigurvegari", mynd sem lýsir einstökum manni og lífshlaupi hans. Myndin verður sýnd í Bæjarbíói Hafnarfirði nk. sunnudag kl. 20:00. Allir velkomnir - enginn aðgangseyrir - mynd sem lætur engan ósnortinn. Haraldur Ólafsson (Halli) er hreyfihamlaður maður sem var vistaður sem barn á Kópavogshæli og dvaldist þar fram á fullorðinsár. Kerfið dæmdi hann úr leik og ákvað að hann gæti ekkert lært. En Halli er hæfileikaríkur og býr yfir óbugandi þrautseigju og kjarki, lífsvilja og skemmtilegheitum. Hann eignaðist vini og kynntist velviljuðu fólki sem studdi hann. Halli fluttist af Kópavogshæli og stundaði nám, m.a. á rafiðnaðarbraut Iðnskólans í Reykjavík. Hann tók líka bílpróf og breytti það mikið lífi hans.

Halli sigurvegari. - Lífssaga fatlaðs manns.

 

Í tilefni af 40 ára afmæli samtakanna létu þau gera heimildarmyndina "Halli sigurvegari", mynd sem lýsir einstökum manni og lífshlaupi hans.
Myndin verður sýnd í Bæjarbíói Hafnarfirði nk. sunnudag kl. 20:00. Allir velkomnir - enginn aðgangseyrir - mynd sem lætur engan ósnortinn.

Heimildarmyndin Halli sigurvegari lýsir einstökum manni og lífshlaupi hans.

Haraldur Ólafsson (Halli) er hreyfihamlaður maður sem var vistaður sem barn á Kópavogshæli og dvaldist þar fram á fullorðinsár. Kerfið dæmdi hann úr leik og ákvað að hann gæti ekkert lært. En Halli er hæfileikaríkur og býr yfir óbugandi þrautseigju og kjarki, lífsvilja og skemmtilegheitum. Hann eignaðist vini og kynntist velviljuðu fólki sem studdi hann. Halli fluttist af Kópavogshæli og stundaði nám, m.a. á rafiðnaðarbraut Iðnskólans í Reykjavík. Hann tók líka bílpróf og breytti það mikið lífi hans.

Þetta er afar fróðleg og skemmtileg mynd um mjög áhugaverðan mann og merkilegt lífshlaup hans, fordóma og órétt, kjark og vináttu og veröld sem var.

Landssamtökin Þroskahjálp létu gera myndina og höfundur hennar er Páll Kristinn Pálsson. Myndin var frumsýnd í Bæjarbíói nú í janúar þegar Halli varð sextugur og í tilefni af því að á þessu ári  eru liðin fjörutíu ár frá stofnun Landssamtakanna Þroskahjálpar.

Sýningartími myndarinnar er u.þ.b. 70 mínútur.

Umfjöllun um Halla og heimildarmyndina má sjá hér