Fundur Þroskahjálpar með forsætisráðherra

Bryndís Snæbjörnsdóttir, Haraldur Ólafsson og Bjarni Benediktsson
mynd fengin af mbl.is
Bryndís Snæbjörnsdóttir, Haraldur Ólafsson og Bjarni Benediktsson
mynd fengin af mbl.is

Fundur Þroskahjálpar með forsætisráðherra

Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, bauð fulltrúum Landssamtakanna Þroskahjálpar á sinn fund í dag til að ræða skýrslu vistheimilanefndar um Kópavogshælið og ýmislegt varðandi stöðu og réttindi fatlaðs fólks. Á fundinum lögðu fulltrúar Þroskahjálpar áherslu á að íslensk stjórnvöld geri sem fyrst nauðsynlegar breytingar á lögum, stjórnsýslu og framkvæmd þjónustu til að tryggt verði að fatlað fólk fái notið mannréttinda og tækifæra til að lifa sjálfstæðu og eðlilegu lífi til jafns við annað fólk.

Fulltrúar Þroskahjálpar afhentu forsætisráðherra minnisblað á fundinum með eftirfarandi áhersluatriðum og fóru yfir þau með ráðherra og starfsfólki ráðuneytisins. Fundurinn var mjög gagnlegur og vill Þroskahjálp þakka forsætisráðherra fyrir fundinn og hvetja hann til að fylgja vel eftir því sem þarf að gera á sviði lagasetningar og stjórnsýslu til að  fatlað fólk  fái notið þeirra mannréttinda, lífsgæða og tækifæra til sjálfstæðs og eðlilegs lífs sem því ber samkvæmt lögum og mannréttindasamningum og áréttað er sérstaklega í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks sem íslenska ríkið fullgilti sl. haust og skuldbatt sig þar með til að virða og framfylgja.

 Nokkur áhersluatriði Þroskahjálpar:

  • Skýrsla vistheimilanefndar um Kópavogshæli.

Viðbrögð stjórnvalda.

Ákvörðun sanngirnisbóta. – Mikilvæg sjónarmið sem líta verður til.

 

  • Samráð við fatlað fólk og samtök.

 Mikilvægi. - Skylda samkvæmt lögum og samningi SÞ.

  •   Samþykkt frumvarps til laga um þjónustu við fatlað fólk með miklar þjónustuþarfir.
  •  Innleiðing samnings SÞ um réttindi fatlaðs fólks.
  •   Samningur SÞ um réttindi fatlað fólks verði lögfestur eins og Barnasáttmálinn.
  •  Þingsályktun um að Ísland fullgildi valkvæðan viðauka við samninginn á árinu 2017.
  •  Meira fé verði veitt til sveitarfélaga til að þau geti staðið við lagalegar skyldur sínar hvað varðar þjónustu við fatlað fólk.
  •  Meira eftirlit og aðhald verði af hálfu ríkisins með því hvernig sveitarfélög sinna skyldum sínum gagnvart fötluðu fólki.
  • Sjálfstæð mannréttindastofnun.

 

Á efirfarandi hlekk má lesa umfjöllun á heimasíðu Landssamtakanna Þroskahjálpar um skýrslu vistheimilanefndar og það sem stjórnvöld geta lært af því sem þar kemur fram.

lesa hér