Fundur Landssamtakanna Þroskahjálpar með félags- og jafnréttismálaráðherra.

Fundur Landssamtakanna Þroskahjálpar með félags- og jafnréttismálaráðherra.

Formaður og framkvæmdastjóri Þroskahjálpar funduðu í gær með Ásmundi Einari Daðasyni, félags- og jafnréttismálaráðherra. Á fundinum var farið yfir ýmis mikilvæg mál sem varða mannréttindi og hagsmuni fatlaðs fólks og lög, reglur alþjóðlega samninga, stjórnsýslu, þjónustu og eftirlit á þvi sviði.

Á fundinum tóku fulltrúar Þroskahjálpar m.a.  upp eftirfarandi mál og gerðu ráðherra grein fyrir sjónarmiðum sínum varðandi þau:

  • Samráð við fatlað fólk og hagsmuna- og réttindasamtök.
  • Lagafrumvörp. – Innleiðing samnings SÞ um réttindi fatlaðs fólks.
  • Fullgilding valkvæðs viðauka við samning SÞ.
  • Taka samning SÞ í íslensk lög.
  • Almannatryggingar.
  • Húsnæðismál.
  • Atvinnumál.
  • Möguleikar félagasamtaka til fjáröflunar.

Fundurinn var mjög gagnlegur og vill Þroskahjálp þakka félags- og jafnréttismálaráðherra  fyrir hann. Samtökin óska ráðherra velfarnaðar í þeim mikilvægu störfum sem honum hefur verið treyst fyrir, ekki síst við að tryggja og hafa eftirlit með að fatlað fólk og aðrir fái í framkvæmd þau mannréttindi sem íslenska ríkið hefur skuldbundið sig til að veita öllum, m.a. með því að gera nauðsynlegar breytingar á lögum og reglum, í stjórnkerfi, stjórnsýslu og opinberri þjónustu.

Á eftirfarandi hlekkjum má nálgast minnisblað með nokkrum áhersluatriðum sem fulltrúar Þroskahjálpar lögðu fram og fóru yfir á fundinum með félags- og jafnréttismálaráðherra og blað, með ályktunum landsþings samtakanna sem fram fór í október sl., sem ráðherra var afhent á fundinum. 

Minnisblað má lesa hér

Ályktanir má lesa hér