Framkvæmdastjóri Landssamtakanna Þroskahjálpar

Landssamtökin Þroskahjálp auglýsa lausa stöðu framkvæmdastjóra. Framkvæmdastjóri er nánasti samstarfsmaður formanns og stjórnar samtakanna. Hann ber ábyrgð á fjármunum og starfsmannamálum samtakanna.

Landssamtökin Þroskahjálp auglýsa lausa stöðu framkvæmdastjóra. Framkvæmdastjóri er nánasti samstarfsmaður formanns og stjórnar samtakanna. Hann ber ábyrgð á fjármunum og starfsmannamálum samtakanna.

Helstu verkefni:

  • Daglegur rekstur samtakanna og umsjón með fjáröflunum og fjármálum
  • Skipulagning ráðstefna og funda
  • Kynning á málefnum fatlaðs fólks gagnvart almenningi og opinberum aðilum í samstarfi við formann og stjórn
  • Erlend samskipti

Menntun og hæfniskröfur:

  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi
  • Reynsla og þekking á málefnum fatlaðs fólks
  • Reynsla af stjórnun og rekstri
  • Gott vald á ensku og einu norðurlandamáli

Leitað er eftir einstaklingi sem er lipur í mannlegum samskiptum, tekur frumkvæði og getur unnið sjálfstætt

Umsóknarfrestur er til 15. maí 2015. Umsókn ásamt ferliskrá og kynningarbréfi skal senda á netfangið umsokn@throskahjalp.is .

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf 1. september n.k.

Nánari upplýsingar veitir Bryndís Snæbjörnsdóttir á bryndis@throskahjalp.is .