Finnland fullgildir samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. – Ísland nú eina Norðurlandaríkið sem ekki hefur fullgilt samninginn.

Fyrr í þessum mánuði fullgilti Finnland samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og viðauka við hann um kæruheimildir einstaklinga og hópa til eftirlitsnefndar með samningnum. Alls hafa 164 ríki nú fullgilt samninginn og er það mikill meirihluti ríkja heimsins. Ísland er nú eina Norðurlandaríkið sem hefur ekki enn fullgilt þennan mikilvæga mannréttindasamning sem hefur þann tilgang og meginmarkmið að tryggja fötluðu fólki full mannréttindi á við aðra, vernd fyrir mismunun, útilokun og einangrun og tækifæri til að að taka þátt í samfélaginu og til að lifa eðlilegu lífi.

Finnland fullgildir samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. – Ísland nú eina Norðurlandaríkið sem ekki hefur fullgilt samninginn.

Fyrr í þessum mánuði fullgilti Finnland samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og viðauka við hann um kæruheimildir einstaklinga og hópa til eftirlitsnefndar með samningnum. Alls hafa 164 ríki nú fullgilt samninginn og er það mikill meirihluti ríkja heimsins. Ísland er nú eina Norðurlandaríkið sem hefur ekki enn fullgilt þennan mikilvæga mannréttindasamning sem hefur þann tilgang og meginmarkmið að tryggja fötluðu fólki full mannréttindi á við aðra, vernd fyrir mismunun, útilokun og einangrun og tækifæri til að að taka þátt í samfélaginu og til að lifa eðlilegu lífi. Viðurkennt er að mikill misbrestur er á því að fatlað fólk njóti þessara réttinda og er samningurinn og sú staðreynd að langflest ríki í heiminum hafa nú þegar fullgilt hann skýr staðfesting á því. Það hlýtur því að vekja nokkra furðu að íslensk stjórnvöld skuli ekki enn hafa komið því í verk.

Landssamtökin Þroskahjálp hafa margsinnis hvatt íslensk stjórnvöld til að fullgilda þennan mikilvæga mannréttindasamning og til að tryggja fötluðu fólki öll þau mannréttindi sem þar er mælt fyrir um og vilja nú enn ítreka þá hvatningu sína til stjórnvalda.

Á eftirfarandi link má lesa meira um afstöðu Landssamtakannna Þroskahjálpar til fullgildingar samningsins o.fl. sem því tengist:

lesa