Landsþing Þroskahjálpar

Landssamtökin Þroskahjálp halda landsþing sitt laugardaginn 7. október nk. á Grand hótel Reykjavík.

Dagskrá:

Kl. 09.00 - 10.00           Setning landsþings – kaffi og veitingar.

Kl. 10:00 – 12.00          Landsþing  (skv. lögum samtakanna).

Kl. 12.00 – 13.00          Hádegisverður.

Kl. 13.00 – 16.00          Ráðstefna um rétt fatlaðs fólks til atvinnu.

  • Hvernig er staða fatlaðs fólks á íslenskum vinnumarkaði?
  • Hvað þarf að gera til að tryggja að fatlað fólk njóti réttar til vinnu án mismununar og aðgreiningar?
  • Hver eru áform stjórnvalda í því? 
  • Hvað geta fyrirtæki og samtök þeirra gert til að tryggja þessi mannréttindi?
  • Hver eru tækifærin og hverjar eru ógnanirnar nú og i framtíðinni?

Á málþinginu verða þessar spurningar og margar aðrar sem varða rétt fatlaðs fólks til vinnu ræddar og leitast við að svara þeim.

  

Allir eru velkomnir á landsþingið og til setu á aðalfundi. Kosningarétt á aðalfundi hafa fulltrúar aðildarfélaga sem framvísa kjörbréfi.

 

 Skráning á þingið

 

Dagskrá ráðstefnu má skoða hér.