Ég lifði í þögninni

María Hreiðarsdóttir hefur gefið út lífssögu sína,  Í bókinni lýsir María meðal annars ýmsum baráttumálum sínum en hún var formaður Átaks, félags fólks með þroskahömlun og barðist þar ötullega fyrir réttindum sem ófatlað fólk telur sjálfsögð, s.s. réttinum til að stofna fjölskyldu og halda frjósemi sinni og að hafa mannsæmandi laun fyrir vinnu sína.

María lýsir einnig í þessari áhugaverðu bók daglegu lífi sínu og sonar hennar og þeirri gleði sem það hefur veitt henni að sjá barnið sitt vaxa og þroskast.

Bók Maríu er mjög mikilvægt innlegg í umræðuna um stöðu fatlaðs fólks á Íslandi, ekki síst fólks með þroskahömlun og mikilvægi þess að rödd þessa samfélagshóps heyrist. Bókin varpar þó ekki síður ljósi á baráttu- og þroskasögu manneskju sem lætur sig aðra varða og hefur kjark til segja skoðun sína og berjast fyrir mannréttindum sínum og annarra.

 

Guðrún Stefánsdóttir skráði lífssöguna ásamt Maríu.

 

Bókin kostar 3.500 kr. og er hægt að kaupa hana hjá Landssamtökunum Þroskahjálp, Sjónarhóli og Æfingastöð SLF – en öll þessi félög eru til húsa að Háaleitisbraut 13.

Hægt er að panta bókina og fá hana senda, þá bætist við 500 kr. sendingarkostnaður.

Panta bók