BJÖRG – bjargráð tilfinningastjórnunar fyrir fólk með þroskaraskanir

 BJÖRG – bjargráð tilfinningastjórnunar fyrir fólk með þroskaraskanir

(The Emotion Regulation Skills System for Cognitively Challenged Clients)

Á námskeiðinu kennir Dr. Julie Brown aðferðir sem hún hefur þróað í því skyni að aðstoða fólk sem á í erfiðleikum með að stjórna hegðun sinni og tilfinningum.

Aðferðirnar byggjast á díalektískri atferlismeðferð og hafa verið lagaðar að þörfum fólks með margvíslegar þroskaskerðingar og/eða geðraskanir.

Námskeiðið er ætlað fagfólki og stjórnendum sem vinna við að styðja fólk með skertan þroska.

Kennslan fer fram með fyrirlestrum og þjálfun í hópavinnu. Þátttaka í námskeiðinu veitir heimild til að nota aðferðina hér á landi.

Meðal námskeiðsgagna er grunnbók Dr. Brown á ensku með ítarlegri lýsingu á notkun aðferðarinnar auk íslenskrar þýðingar á náms- og kennslugögnum fyrir þá sem vilja nota aðferðina í vinnu sinni hér á landi.

Námskeiðið fer fram á ensku. Takmarkaður fjöldi þátttakenda. Þátttökugjald er kr. 80 þús. ef skráning fer fram fyrir 1. september en kr. 90 þús. eftir það. Innifalið í gjaldinu er kennsla og þjálfun, kaffi og hádegismatur námskeiðsdagana, grunnbók á ensku, auk aðgangs að íslenskum þýðingum á náms- og kennslugögnum.

Skráning hér