Ályktun frá Þroskahjálp á Suðurlandi

Stjórn Þroskahjálpar á Suðurlandi ræddi á fundi 9. nóvember fréttir af sumardvalarheimili fyrir fatlaða sem rekið var skammt utan við Selfoss. Af því tilefni vill stjórnin taka undir og gera að sínum kröfu formanns Landssamtakanna Þroskahjálp um að stjórnvöld sinni skyldu sinni til eftirlits með þeim einkaaðilum og stofnunum sem koma að umönnun fatlaðra.

 Ályktun:

 Stjórn Þroskahjálpar á Suðurlandi ræddi á fundi 9. nóvember fréttir af sumardvalarheimili fyrir fatlaða sem rekið var skammt utan við Selfoss. Af því tilefni vill stjórnin taka undir og gera að sínum kröfu formanns Landssamtakanna Þroskahjálp um að stjórnvöld sinni skyldu sinni til eftirlits með þeim einkaaðilum og stofnunum sem koma að umönnun fatlaðra. 

 Stjórnin telur að eftirlit og leyfisveitingar vegna þessa eigi að vera á hendi ráðuneytis eða undir forsjá þess. 

 Sá vandi að vöntun sé á eftirliti og leyfisskylda sé ekki fyrir hendi er þegar viðurkenndur í bréfi Félagsmálaráðuneytisins til Landssamtakanna Þroskahjálpar 21. desember 2001. 

 Sinnuleysi ráðuneytisins í málinu er að mati stjórnar Þroskahjálpar á Suðurlandi vítavert. 

 Stjórn Þroskahjálpar á Suðurlandi

Bjarni Harðarson

Harpa Dís Harðardóttir

Guðmundur Ármann Pétursson

Marta Ester Hjaltadóttir

Einar Tryggvason

Héðinn Konráðsson

Margrét Birgitta Davíðsdóttir