Að skilja vilja og vilja skilja. Hvernig er hægt að styðja fólk sem notar óhefðbundnar tjáskiptaleiðir til að fara með sjálfræði sitt?

Að skilja vilja og vilja skilja. Hvernig er hægt að styðja fólk sem notar óhefðbundnar tjáskiptaleiðir til að fara með sjálfræði sitt?

Um þetta fjallar ráðstefna réttindavaktar velferðarráðuneytisins 24. nóvember. Aðalfyrirlesari er dr. Joanne Watson frá Dekain háskólanum í Melbourne, Ástralíu. Ráðstefnan fer fram á Hótel Natura í Reykjavík.
Á ráðstefnunni verður sjónum beint að þeim sem af ýmsum ástæðum tjá sig með óhefðbundnum hætti. Réttur þeirra til aðstoðar við að fara með sjálfræði sitt verður skoðað út frá samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Megináherslan verður lögð á þær leiðir sem hafa reynst vel í þessum efnum. Fyrirlesarar sem fram koma á ráðstefnunni hafa í samræmi við það fjölbreyttan bakgrunn og koma þar við sögu fatlaðir einstaklingar, réttindagæslumenn, starfsfólk félagsþjónustu, kennarar og fleiri.

Allar upplýsingar um ráðstefnuna má skoða hér