Umsögn Landssamtakanna Þroskahjálpar um frumvarp til laga um endurgreiðslu vegna gleraugnakaupa barna.

Umsögn Landssamtakanna Þroskahjálpar um frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 160/2008, um þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga (endurgreiðsla vegna gleraugnakaupa barna). (Þingskjal 173 — 105. mál.) 

Fötluð börn þurfa oft að nota gleraugu og er kostnaður foreldra þeirra vegna gleraugnakaupa oft verulegur og eðli máls samkvæmt mest íþyngjandi fyrir þá sem efnalitlir eru. Þá þarf í sumum tilvikum að endurnýja gleraugu fatlaðra barna oftar en almennt gerist þar sem fötlun þeirra kann að leiða til að þau eigi erfiðara með að gæta þess að gleraugu þeirra verði ekki fyrir hnjaski og smemmdum.

Með vísan til þess sem að framan segir lýsa Landssamtökin Þroskahjálp eindregnum stuðningi við frumvarpið og telja að það sé mikilvægur liður í að jafna tækifæri barna, eins og stjórnvöldum er skyldt að gera samkvæmt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks.